Herjólfur siglir næturferð frá Vestmannaeyjum í kvöld til Þorlákshafnar og þá eingöngu með frakt. Er þetta tilraun sem mikið hefur verið rædd og ákveðið hefur verið að prófa.

“Það hefur verið vaxandi eftirspurn eftir flutningum en á sama tíma eru fólksflutningar að aukast. Ástandið er að öllu jöfnu viðráðanlegt meðan Landeyjarhöfn er opin og tíðari brottfarir í boði en þegar aðeins tvær ferðir eru farnar á dag þá er fyrirséð að það þrengir að öllum,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs. “Með þessari tilraun er verið að reyna að mæta þessari þörf en um leið að létta aðeins á og reyna að tryggja betri samgöngur.”