Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur sektað ÍBV um 90 þúsund krón­ur fyr­ir að tefla fram ólög­leg­um leik­mönn­um í leik gegn Sel­fossi í Lengju­bik­ar kvenna 29. mars. ÍBV hef­ur einnig verið úr­sk­urðaður ósig­ur, en leik­ur­inn fór 2:0 fyr­ir ÍBV.

Þær Sara Suz­anne Small og Laure Ruzugue léku með ÍBV í leikn­um en eru skráðar í er­lend fé­lög. Í reglu­gerðum KSÍ um deilda­bik­ar­keppni seg­ir meðal ann­ars:

„Lið, sem mæt­ir ólög­lega skipað til leiks, skal sæta sekt að upp­hæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyr­ir hvern leik­mann sem ekki hef­ur keppn­is­leyfi með viðkom­andi fé­lagi og tek­ur þátt í leikn­um.“

ÍBV hef­ur því verið sektað um 90 þúsund krón­ur, auk þess sem Sel­fossi var úr­sk­urðaður 3:0 sig­ur í leikn­um.

Þetta þýðir jafn­framt að ÍBV á ekki leng­ur mögu­leika á að kom­ast í undanúr­slit Lengju­bik­ars­ins en þar á liðið eft­ir að mæta Stjörn­unni. Það hefði verið hreinn úr­slita­leik­ur um sæti í undanúr­slit­un­um en nú er ljóst að Stjarn­an fer þangað ásamt Val, Þór/​KA og Breiðabliki.

Mbl.is greindi frá.