Eins og greint var frá í gær hér á Eyjafréttum tók þungarokksveitin Merkúr þátt í Músíktilraunum en var hins vegar ekki annað tveggja banda sem komust áfram þá.

Í kvöld fór svo fram fjórða og síðasta undankvöldið. Að því loknu hafði dómnefnd rétt til að bæta við einni til fjórum hljómsveitum frá öllum undankvöldum. Þennan rétt nýtti hún sér og bætti við þremur sveitum þar á meðal drengjumum í Merkúr. Þeir munu því koma fram á úrslitakvöldi Músíktilrauna 2019 næstkomandp laugardag í Norðurljósasal Hörpu og hefst keppnin kl. 17.00.