Vinnustofur fyrir myndlistafólk, ljósmyndara og handverksfólk

Strandvegur 30 hýsir meðal annars verslun Miðstöðvarinnar

Bæjarráði barst bréf frá Lista- og menningarhópi Vestmannaeyja dags. 28. mars sl., þar sem óskað er eftir því að fá til leigu hluta af húsnæði Vestmannaeyjabæjar að Strandvegi 30, efri hæð, undir vinnustofur.

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja er nýstofnað og er hlutverk þess að efla lista- og menningarlíf í Eyjum og starfa sem einskonar regnhlífarsamtök um hagsmuni félagsmanna. Félagið er opið öllu lista- og menningarfólki í Vestmannaeyjum sem hefur áhuga á að eiga aðild að því. Öllum félagsmönnum verður boðið að vera með á þeim sýningum og gjörningum sem félagið mun standa fyrir.

Félagið hyggst starfrækja vinnustofur í húsnæðinu fyrir myndlistarfólk, ljósmyndara og handverksfólk. Samkvæmt lauslegu mati þarf félagið um 400 fermetra rými undir vinnustofurnar. Kostirnir við umbeðið húsnæði er staðsetning þess, stærð og gerð rýmisins.

VEY- Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Bæjarráð samþykkti erindi Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja. Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og tæknisviðs var falið að ljúka gerð samkomulags við félagið um umrætt húsnæði.

Mest lesið