Draumur sem varð að veruleika

Eitt af stóru málum síðustu bæjarstjórnar var samkomulag sem náðist við erlent stórfyrirtæki um að koma til Eyja og fjárfesta í nýju safni og byggja risa sundlaug fyrir hvali sem þarf að flytja frá Asíu. Mikil vinna Elliða Vignissonar bæjarstjóra og Páls Marvins formanns bæjarráðs við að koma á samkomulagi við Merlin Entertainment breskt fyrirtæki […]
Margt um manninn á opnum þingfundi Sjálfstæðisflokksins

Fullt var út úr dyrum í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær á opnum fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Á annað hundrað manns mættu til fundarins og voru umræður líflegar. Umræðuefni voru m.a. samgöngumál, sjávarútvegsmál, embætti sýslumanns, atvinnumál, fækkun opinberra starfa, kjarasamningar, heilbrigðisþjónusta. Vestmannaeyjar eru síðasti viðkomustaður þingflokksins á hringferð hans um landið sem hófst í kjördæmaviku […]