Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta fá Framstúlkur í heimsókn í kvöld kl. 18.30 í annara viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Olís-deildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta laugardag þar sem Fram stúlkur höfðu betur 31-25.

Það tók ÍBV nokkrar mínútur að hrökkva í gang og skoraði Fram fyrstu þrjú mörk leiksins en ÍBV tók þá næstu þrjú og jafnaði leikinn. Eftir það skiptust liðin á að leiða þar til í lok fyrri hálfleiks að Eyjastúlkur náðu tveggja marka forskoti. Staðan í hálfleik 13-15 ÍBV í vil.

Þannig leiddi ÍBV fram í miðjan síðari hálfleik að Sara Sif Helgadóttir, markvörður Framara hrökk í gang. Það var sem innspýting fyrir lið Fram sem tók leikinn hreinlega yfir. Lokatölur 31-25 Fram í vil.

Markahæst í liði ÍBV var Arna Sif Pálsdóttir með níu mörk. Aðrir markaskorarar voru Karolína Bæhrenz Lárudóttir 5 – Sandra Dís Sigurðardóttir 4 – Ester Óskarsdóttir 2 – Kristrún Hlynsdóttir 1 – Ásta Björt Júlíusdóttir 1 – Greta Kavaliauskaite 1 – Sunna Jónsdóttir 1 og Sara Sif Jónsdóttir 1. Andrea Gunnlaugsdóttir varði 5 skot í marki ÍBV.

Eins og fyrr segir mætast liðin að nýju í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 18.30 og má búast við hörkuleik. En þrjá sigra þarf til að komast áfram í úrslitaleikinn.