Öldufar hefur hamlað opnun Landeyjahafnar

Góð skilyrði til dýpkunar í Landeyjahöfn, í klukkustundum talin, voru fimm sinnum fleiri í fyrra en í ár, miðað við tímabilið 1. mars til 7. apríl. Góð skilyrði voru í 336 klst. árið 2018 en hafa einungis verið í 61 klst. í ár. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að höfnin hefur ekki […]

Emma Kelly í ÍBV

ÍBV hefur fengið til sín leikmann fyrir átökin í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Um er að ræða Emma Kelly frá Englandi.  Þetta staðfesti Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV við Fótbolta.net í dag. Emma Kelly er 22 ára kantmaður sem leikið hefur með Middlesbrough á Englandi. Komnar:  Emma Kelly frá Englandi Guðrún Bára Magnúsdóttir Mckenzie Grossman […]

Mak­ríl­stofn­inn 77% stærri

Stærð hrygn­ing­ar­stofns mak­ríls hef­ur verið end­ur­met­in og er hann nú tal­inn 77% stærri en sam­kvæmt niður­stöðum Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins í fyrra­haust. Stofn­inn er ekki leng­ur met­inn und­ir varúðarmörk­um, segir í frétt á mbl.is Því er lík­legt að ráðgjöf ICES um veiðar þessa árs verði end­ur­skoðuð á næst­unni, að sögn Guðmund­ar J. Óskars­son­ar, fiski­fræðings á Haf­rann­sókna­stofn­un, sem sæti […]

Góðum aflabrögðum fagnað með kökum og kruðeríi

Áhafnir þriggja skipa Vinnslustöðvarinnar fengu um helgina gott með kaffinu um í tilefni af góðum aflabrögðum frá áramótum. Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar, mætti um borð með kökur, kruðerí og þakkir frá fyrirtækinu. Áður hefur hér á þessum vettvangi verið greint frá fádæma góðum afla Breka VE í marsmánuði. Hann er í hópi aflahæstu togara landsins […]

ÍBV með bakið upp við vegg eftir tap á heimavelli

Stelpurnar í ÍBV eru komnar með bakið upp við vegg í úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir tap gegn Fram í gærkvöldi. Fram leiðir nú einvígið með tveimur sigrum gegn engum og geta klárað það á fimmtudaginn kemur í Safamýrinni. Fram byrjaði leikinn mun betur, skoraði fyrstu fjögur mörkin og var komið með 3-9 forystu eftir fjórtán mínútna […]

Karlar á Listasafni Vestmannaeyja

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á listaverkum eftir Eyjamenn og – konur á árinu. Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listvinir eru. Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir yfir 700 listaverk. Að þessu sinni sýnum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.