Dagskráin heldur áfram

Dagskrá vegna 100 ára afmælis Vestmannaeyja heldur áfram og nú stendur yfir sýning á verkum Jóhanns Jónssonar, Jóa listó í Einarsstofu. Svo tekur við hver viðburðurinn af öðrum.  Næst er það Kvikmyndahátíð í byrjun maí en hápunkturinn er fimmta júlí. Þá mun afmælisnefnd í samstarfi við Goslokanefnd efna til mikillar veislu í tali og tónum. […]

Endurskoða ferðalagið útaf Landeyjahöfn

Landeyjahöfn verður lokuð á þriðjudag enda spáin vond og gæti það orðið til þess að komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja verði því frestast. Forsvarsmenn Merlin Entertainment, sem sjá um mjaldraverkefnið, gerðu ráð fyrir siglingu um Landeyjahöfn þar til í morgun, segir í frétt á rúv.is. Óttast er um öryggi mjaldrana ef slæmt verður í sjóinn […]

Dregin á asnaeyrum!

Enn einu sinni fæ ég þær fréttir að fyrirtæki í ferðaþjónustu hér í Vestmannaeyjum sé komið á sölu. Er það bara ég sem er undrandi og óánægð, eða er verið að draga heilt samfélag á asnaeyrunum viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár? Hver mun greiða skaðann sem hlýst af röngum ákvörðunum […]

Mið-Ísland með uppistand í Höllinni

Uppistandshópurinn Mið-Ísland heldur nú í fyrsta sinn til Vestmannaeyja með nýja uppistandssýningu sína, Mið-Ísland 2019. Hópurinn lofar frábærri kvöldstund í Höllinni í Vestmannaeyjum fyrir alla sem vilja lyfta sér upp og sjá fremstu uppistandara landsins troða upp með glænýtt efni. Frá upphafi hafa Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð staðið […]

Aðeins heimgreiðslur með börnum á biðlista

Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar tók fyrir reglur um heimgreiðslur á 315. fundi sínum síðast liðinn þriðjudag. Í reglum Vestmannaeyjabæjar um heimgreiðslur er tiltekið að forráðamenn fá heimgreiðslur með barni frá 9 mánaða aldri og þar til samþykki fyrir niðurgreiðslum hjá dagforeldri liggur fyrir eða barn hefur fengið boð um vistun í leikskóla. Gerðar verða breytingar á reglunum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.