Stelpurnar komnar í sumarfrí eftir tap í gær

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta féllu úr leik í úrslitakeppni Olís-deildarinnar með þriðja tapinu gegn Fram í gærkvöldi.

Fram gerði útaf við leikinn strax á upphafsmínútum hans og skoruðu sjö fyrstu mörkin. Eftir ellefu mínútna leik var staðan orðin 10-1 enda sóknarleikur Eyjakvenna í molum. Staðan í hálfleik 19-11 Fram í vil.

ÍBV lék mun betur í síðari hálfleik en munurinn alltof mikill til þess að ÍBV gæti strítt Fram stúlkum. Lokatölur 34-29 og Fram með 3-0 sigur í einvíginu og mætir Val í úrslitum.

Sass – uppbyggingarsjóður

Arna Sif Pálsdóttir var markahæst í liði ÍBV með 9 mörk. Aðrir markaskorarar voru Greta Kavaliauskaite 6 – Sunna Jónsdóttir 5 – Ásta Björt Júlíusdóttir 5 – Ester Óskarsdóttir 2 – Bríet Ómarsdóttir 1 – Karolína Bæhrenz Lárudóttir 1.  Andrea Gunnlaugsdóttir varð níu skot í marki ÍBV og Tanya Rós Jósefsdóttir 2.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið