Vestmannaeyjar 100 ára

Það á að vera takmark okkar Eyjamanna allra að minnast 100 ára afmælis Vestmannaeyja með veglegum hætti. Starfandi er afmælisnefnd á vegum bæjarins sem skipulagt hefur dagskrána í stærstum dráttum en svo eru að detta inn viðburðir sem á einn eða annan hátt tengjast afmælisárinu. Dagskráin hófst strax á nýársdag með sýningu á safni Kjarvalsmynda […]
Enn ein lægðin á leiðinni

Á morgun, þriðjudag, kemur enn ein lægðin upp að landinu með hvassviðri eða stormi sunnan og suðvestan til og vætusömu veðri sunnan- og vestanlands. Hiti verður einnig svipaður eða upp í um 13 stig fyrir norðan. Í samantekt veðurfræðings Veðurstofu Íslands um veðrið fram undan segir að fram að helgi sé útlit fyrir áframhaldandi mildar […]
Staða bæjarsjóðs er góð og skuldahlutföll hagstæð

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar síðast liðinn fimmtudag hafði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri framsögu um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2018 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hans. Minnihlutinn lagði þá fram bókun þar sem þeir vildu þakka starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar þá miklu vinnu sem farið hefur í undirbúning og vinnu við gerð ársreikninga 2018. „Ársreikningarnir gefa góða sýn af […]
Metafli hjá Eyjunum

Veiðar ísfisktogaranna Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE hafa gengið afar vel það sem af er árinu. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa skipin aldrei veitt jafn mikið. Afli skipanna nemur 3.200 tonnum af slægðum fiski það sem af er árinu en til samanburðar veiddu þau 2.900 tonn á sama tíma í fyrra sem þá var […]