Komu mjaldra-systr­anna, Litlu-Grá­ar og Litlu-Hvít­ar, hef­ur verið frestað um óákveðinn tíma. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er lík­legt að mjaldr­arn­ir komi ekki fyrr en í maí eða jafn­vel júní.

Á föstu­dag­inn var ákveðið að fresta komu mjaldr­anna vegna veðurs og lok­un­ar Land­eyja­hafn­ar en unnið var að því að koma þeim til lands­ins sem fyrst.

Mjaldr­arn­ir áttu að koma til lands­ins klukk­an níu í dag með sér­út­bú­inni flutn­inga­vél Car­golux en ljóst er að ekk­ert verður úr því. Dýpk­un Land­eyja­hafn­ar er enn ólokið og olli það mestu um frest­un­ina ásamt slæmri veður­spá. Aðstand­end­ur verk­efn­is­ins, Merl­in Entertain­ment og góðgerðarsam­tök­in Seali­fe Trust, treysta mjöldr­un­um ekki til að þola flutn­ing með Herjólfi frá Þor­láks­höfn til Eyja, en sú sigl­ing get­ur tekið þrjá tíma en sigl­ing úr Land­eyja­höfn tek­ur að jafnaði um hálf­tíma, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Mbl.is greind frá.