Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag.
Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum.

Kjartan Vídó Ólafsson er í spjalli hjá okkur. En hann tók nýverið við starfi sem markaðsstjóri og fjölmiðlafulltrúa HSÍ.

Við tókum einnig spjall við bræðuna Alexander og Albert sem eru að slá í gegn hjá leikfélagi Vestmannaeyja þessa daganna. Hjörleifur Davíðsson og fyrirtækið hans Kölski. Handboltamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson og Linda Ómarsdóttir tóku nýlega heilt hús í gegn og við fáum að sjá afraksturinn. Fótboltasumarið er framundan og kynnum við alla leikmenn meistaraflokkanna til leiks og heyrum í þjálfurum. Í tölublaðinu leynast einnig uppskriftir sem vel er hægt að hafa innan handa yfir páskanna.

Áskrifendur geta lesið blaðið á netinu hérna. Eyjafréttir eru til sölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum.