Ekki verður búið við ástandið lengur og er aðgerða þörf

Bæjarráð kom saman til aukafundar í dag til þess að ræða stöðu dýpkunar í Landeyjarhörfn. Rætt var við Bergþóru Þorkelsdóttur, vegamálastjóra, í síma. Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust vanefndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar, þar sem […]
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og verður haldinn hátíðlegur í Eyjum líkt og annarsstaðar. Dagskrá: Einarsstofa kl 11:00 Skólalúðrasveitin leikur vel valin lög Stóra upplestrarkeppnin, þau Gabríel Ari Davíðsson og Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir lesa ljóð. Í Einarsstofu er myndlistarsýning nemenda Bjarteyjar Gylfadóttur í myndlistarvali 8.-10. bekkjar Grunnskólans og eru gestir hvattir til að skoða þessa […]
Þarf fólk að deyja í biðinni svo eitthvað breytist?

Sjúkraflugvél fyrir Vestmannaeyjar er staðsett á Akureyri. Það eru um 520km frá Vestmanneyjum til Akureyrar. Í mínum haus er akkurat ekkert rökrétt við þetta og hreinlega verið að taka óþarfa áhættu með líf fólks. „Það eru enn 45 mínútur í flugvélina“ sagði læknirinn sem var að meðhöndla föður minn, en rúmri klukkustund áður hafði verið […]
Áfram í undanúrslit eftir sannfærandi sigur á bikarmeisturum FH

Eyjamenn fengu FH í heimsókn í gær í öðrum leik liðanna í áttaliða úrslitum Olís-deildarinnar. ÍBV sigraði fyrri leikinn með fimm marka munn 23-28. Það var því að duga eða drepast fyrir FH. Heimamenn tóku fljótlega frumkvæðið í leiknum leiddu nánast allan leikinn og höfðu sjö marka forystu í hálfleik 19-12. Síðari hálfleikur var svo […]