Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og verður haldinn hátíðlegur í Eyjum líkt og annarsstaðar.

Dagskrá:
Einarsstofa kl 11:00
Skólalúðrasveitin leikur vel valin lög

Stóra upplestrarkeppnin, þau Gabríel Ari Davíðsson og Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir lesa ljóð.

Í Einarsstofu er myndlistarsýning nemenda Bjarteyjar Gylfadóttur í myndlistarvali 8.-10. bekkjar Grunnskólans og eru gestir hvattir til að skoða þessa skemmtilegu sýningu ungra Eyjalistamanna.

Fjölskylduratleikur í Sagnheimum: 
Lundinn er kominn en er sumarið komið ?
Opið kl. 13-16
Allir hjartanlega velkomnir.

Vestmannaeyjabær býður bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima í tilefni sumardagsins fyrsta. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum 13-16 og í Eldheimum 13-17.