Spila á sterku áhugamannamóti á Spáni

Þrír af bestu og efnilegustu kylfingum golfklúbbs Vestmannaeyja eru að leika þessa stundina á sterku áhugamannamóti Global junior golf á Serena. Eftir fyrsta hring leiðir Lárus Garðar Long á 73 höggum. Daníel Ingi Sigurjónsson lék á 74 höggum og Nökkvi Snær Óðinsson lék á 79 höggum. Erfiðar aðstæður voru á vellinum í dag mikill vindur. […]
Hvað er til ráða?

Þegar gengið var til samninga um dýpkun í Landeyjahöfn síðasta haust kom bæjarstjórn Vestmannaeyja skýrum og afdráttarlausum mótmælum á framfæri við Vegagerðina. Raunar hafði bæjarstjórn einnig mótmælt því hvernig útboðinu sjálfu var háttað; vægi tilboðsupphæðar annars vegar og tæknilegrar getu hins vegar kom mörgum spánskt fyrir sjónir. En látum það liggja á milli hluta. Eftir […]
Virkjum tækifærin í ferðaþjónustu

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans verður með erindi á hádegisfundi miðvikudaginn 24.apríl næstkomandi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Ferðaklasinn er vettvangur ólíkra fyrirtækja, stofnanna og opinberra aðila sem saman hafa það markmið að efla og styrkja ferðaþjónustu til framtíðar. Helsta hlutverk klasans er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu. Húsið opnar kl. 11:45 og […]
Finnst hljómsveitin mín vera sú besta í heimi

Laugardaginn 4. maí næstkomandi sækir heim Eyjarnar einn ástsælasti tónlistarmaður íslands, Mugison og heldur tónleika í Alþýðuhúsinu. Þegar við heyrðum í kappanum var hann í óðaönn að taka upp nýja plötu. „Ég er að spila og taka upp nýtt íslenskt efni, lög sem ég hef verið að semja síðustu tvö ár. Við vorum löt að […]