Starfsfólk Eyjafrétta óskar Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegs sumars. Það er okkar von að gott og sólríkt sumar sé í vændum á Heimaey.

Að vanda var Vestmannaeyjabær með dagskrá og hófst hún klukkan 11 í Einarsstofu. Skólalúðrasveitin lék vel valin lög. Krakkar úr stóru upplestrarkeppnin, þau Gabríel Ari Davíðsson og Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir lásu ljóð. Einnig var myndlistarsýning nemenda Bjarteyjar Gylfadóttur í myndlistarvali 8.-10. bekkjar Grunnskólans. Í Sagnheimum var fjölskylduratleikur.

Vestmannaeyjabær bauð einnig öllum bæjarbúum frítt í sundlaugina, Eldheima og Sagnheima í tilefni sumardagsins fyrsta.