Þessa stundina er Pétur mikli og Reynir að dýpka í Landeyjahöfn, Dísa fer að dýpka í hafnarmynninu um leið og alda og veður gengur niður sem verður vonandi á næstu klukkustundum.

Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði það erfitt að spá fyrir hvenær höfnin verður opnuð. „Við vonumst til þess að það verði fljótlega en þá verður veður og öldufar að vera hagstætt, sem er alveg hugsanleg frá því síðdegis í dag og á morgun og jafnvel eitthvað áfram. En veðurfarið er ólíkindatól og spár ganga ekki endilega eftir. Björgun hefur verið að dýpka við erfiðari aðstæður núna en gert er ráð fyrir í samningnum og hefur orðið nokkuð ágengt. Þannig að þetta er í rétta átt,“ sagði G. Pétur Matthíasson í samtali við Eyjafréttir.