ÍBV sótti Hauka heim í Hafnarfjörðinn nú í kvöld í fyrsta leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu fljótlega tveggja marka forystu. Eyjamenn vöknuðu þó til lífsins um miðbik hálfleiksins og náðu eins mark forskoti. Það hefði getað orðið þrjú mörk en Grétar Ari Guðjónsson markvörður Hauka varði í kjölfarið tvívegis frá ÍBV úr hraðaupphlaupi. Í staðinn jöfnuðu Haukar og leiddu 18-16 þegar gengið var til leikhlés.

Haukar komu í feyknastuði inn í síðari hálfleikinn og juku smá saman forskot sitt. Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik var munurinn orðin fimm mörk 29-26, Haukum í vil. Þessu forskoti héldu Haukamenn til enda. Lokatölur Haukar 35 – ÍBV 31.

Haukar leiða því einvígið 1-0 en þrjá sigra þarf til að tryggja sæti í úrslitum. Næsti leikur liðanna er Í Eyjum á fimmtudag kl. 19.00.

Markahæstur í liði Eyjamanna var Hákon Daði Styrmisson með 9 mörk. Aðrir markaskorarar voru Kristján Örn Kristjánsson 7 – Sigurbergur Sveinsson 4 – Fannar Þór  Friðgeirsson 3 – Gabríel Martinez 2 -Kári Kristján Kristjánsson 2 – Dagur Arnarsson 1 – Daníel Örn Griffin 1 – Róbert Sigurðarson 1  og Elliði Snær Viðarsson 1.

Björn Viðar Björnsson varði 16 skot í marki Eyjamanna og Haukur Jónsson 3.