Herjólfur stefnir á að hefja siglingar til Landeyjahafnar fimmtudaginn 2. maí nk. frá Eyjum kl. 7.00. Þetta tilkynnti Vestmannaeyjaferjan Herjólfur á Facebook síðu sinni í gær.

„Ákvörðunin er tekin með fyrirvara um niðurstöðu mælinga sem framkvæmdar verða á miðvikudaginn.
Dýpkun Landeyjahafnar verður haldið áfram þrátt fyrir að Herjólfur hefji siglingar til Landeyjahafnar,” segir í tilkynningunni.