Vestmannaeyjabær býður á kvikmyndahátíð

Fjölbreytt kvikmyndahátíð í Bíóinu í Kviku - menningarhúsi dagana 8.-12. maí nk.

Mynd/Pexels

Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar er eyjaskeggjum og gestum boðið á kvikmyndahátíð. Um er að ræða myndbrot, kvikmyndir og heimildarmyndir um eða tengdar Vestmannaeyjum, en jafnframt er boðið til frumsýningar á nýrri íslenskri kvikmynd.

Myndirnar sem í boði verða:

Miðvikudaginn 8. mai 2019, kl. 17:30
Vestmannaeyjabær að fæðast (lifandi myndir frá fyrri hluta 20. aldar. Valinkunnir menn fengnir til að lýsa því sem fyrir augu ber).

Bókari Þekkingarseturs
Deiliskipulag flugvöll

Fimmtudaginn 9. maí 2019, kl. 17:30
Tyrkjaránið, (heimildamynd frá árinu 2002).

Föstudaginn 10. maí 2019, kl. 17:30
Eden (frumsýning á nýrri íslenskri kvikmynd).

Laugardaginn 11. maí 2019, kl. 16:00
Pysjuævintýrið (stuttmynd sem tekin var í Eyjum fyrir nokkrum árum)

Verstöðin Ísland (heimildamynd um íslenskan sjávarútveg sem LÍÚ lét gera. Er þetta fjórði og síðasti hlutinn sem tekinn var í Vestmannaeyjum)

Sunnudaginn 12. maí 2019, kl. 16:00
Síðasti bærinn í dalnum (byggð á sögu Lofts Guðmundssonar kennara og rithöfund. Er hún fyrsta leikna íslenska kvikmyndin).

Vestmannaeyjabær býður á allar þessar sýningar í tilefni aldarafmælis kaupstaðarins.

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið