Eins og Eyjafréttir greindu frá fyrr í dag hefur Vegagerðin ekki rift samningnum við skipasmíðastöðina Crist S.A. Vegagerðin hefur hins vegar innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar, þetta staðfesti G.Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni.

Aðspurður hvort stöðin gæti nú sett skipið á sölu sagði G. Pétur að svo væri ekki. „Nei stöðin getur ekki sett skipið á sölu enda samningur í gildi.“