ÍBV sló bikarmeistara Stjörnunnar út eftir framlengdan leik

ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarkeppni karla nú í kvöld. Leikurinn var frekar tíðindalítill en bæði lið sýnu fínan leik. Eyjamenn áttu þó ef eitthvað er fleiri hættuleg færi, sér í lagi í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja. Stjörnumenn byrjuðu framlenginguna […]

Viðar Breiðfjörð er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2019

Nú í morgun tilkynnti Vestmannaeyjabær um val sitt á hver hlyti laun bæjarlistamanns Vestmannaeyjabæjar árið 2019. Fjölmargir og fjölbreytilegir listamenn sendu inn umsóknir en varð það myndlistamaðurinn Viðar Breiðfjörð sem varð fyrir valinu. Viðar Breiðfjörð ætti að vera flestum Vestmannaeyingum vel kunnur. Hann fluttist til Vestmannaeyja frá Húsavík árið 1983 á vertíð 21 árs gamall. […]

Dagskrá 1. maí

Verkalýðsdagurinn er í dag og að vanda er dagskrá í tilefni að deginum. Í Alþýðuhúsinu verður haldinn baráttufundur sem hefst klukkan 14.30 en húsið opnar kl .14.00. Fulltrúi verslunarmanna flytur ávarp, nemendur úr Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina. Kaffisamsæti er í boði stéttarfélaganna. Vestmannaeyjabær er einnig með dagskrá á í dag sem hefst klukkan 11:00. […]

Verkafólk – Til hamingju með daginn!

Baráttudagur verkalýðsins er í ár haldinn hátíðlegur rétt eftir að kjarasamningar hafa verið samþykktir eftir langar og strangar samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Það er ekki sjálfgefið að kjarabarátta verði eins hörð og raunin varð en ljóst er að það fólk sem stendur nú í brúnni kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Það er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.