Verkalýðsdagurinn er í dag og að vanda er dagskrá í tilefni að deginum. Í Alþýðuhúsinu verður haldinn baráttufundur sem hefst klukkan 14.30 en húsið opnar kl .14.00. Fulltrúi verslunarmanna flytur ávarp, nemendur úr Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina. Kaffisamsæti er í boði stéttarfélaganna.

Vestmannaeyjabær er einnig með dagskrá á í dag sem hefst klukkan 11:00. Þá verður tilkynnt um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja fyrir árið 2019 í Einarsstofu. Einnig mun Skólalúðrasveitin leikur vel valin lög.

Þá er sýning Daníels G. Daníelssonar sagnfræðinema og Myndlistaskólans í Reykjavík einnig opin frá kl 10-17 í Safnahúsi.