Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít koma til landsins um mánaðamótin júní-júlí. Mjaldrarnir, sem hafa fengið leyfi til búsetu í kví við Heimaey, áttu að vera fluttir til Vestmannaeyja í apríl en komu þeirra seinkaði vegna lokun Landeyjahafnar, þessu greinir rúv frá.

Sigurjón Ingi Sigurðsson, deildarstjóri sérlausna hjá TVG Zimsen, segir að ekkert hafi verið rætt um að flýta fyrir komu mjaldranna vegna opnun Landeyhahafnar. Samkvæmt plani koma þeir til landsins um mánaðamótin júní-júli. Þá séu mestar líkur á að veður verði gott að höfnin verði örugglega opin. Stefán segir þó að vikulega sé fundað um stöðu mála og aðstæður gætu breyst. Mjaldrarnir tveir verða fluttir frá Changfeng Ocean World sædýragarðinum í Shanghai til Íslands með flugvél Cargolux. Flutningur þeirra hér innanlands erí í höndum TVG-Zimsen. Samtökin Sealife Trust standa að verkefninu og er markmiðið að gefa hvölunum, sem hafa alist upp í umsjón manna og geta því ekki bjargað sér í náttúrunni, tækifæri til að lifa við ákjósanlegar aðstæður.