Næsta orrusta í stríðinu við Hauka verður sunnudaginn 5.maí kl.16.00 á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Þessi þriðji leikur er gífurlega mikilvægur upp á framhaldið og höfum við fundið fyrir áhuga á því að hafa ferð fyrir stuðningsmenn á leikinn. Stuðningurinn við liðið hefur verið stórkostlegur og viljum við nú láta strákunum líða eins og á heimavelli í Hafnarfirðinum.

ÍBV hefur því ákveðið að bjóða upp á rútuferðir, en hægt er að velja um aðra leið (til Rvk) eða báðar. Önnur leiðin kostar 1.000 kr.- en báðar leiðir 1.500 kr.-.

Farið verður með Herjólfi frá Eyjum kl.12:00 og svo til baka frá Landeyjahöfn kl. 20:45. Mætum tímanlega í Herjólf! Skráningu lýkur kl.22:00 á morgun, laugardaginn 4.maí.