Tónleikar Mugison sem vera á áttu í Alþýðuhúsinu í kvöld frestast þar sem Mugison náði sér í flensu. Þetta kom fram í Fésbókarfærslu á síðu Alþýðuhússins í gær

“Góðan daginn, Ég náði mér í þráláta flensupest um daginn, hélt að ég væri orðinn nógu góður og keyrði til Reykjavíkur í gærkveldi en þá sló hún mig aftur niður þessi viðbjóður – þessvegna ætla ég að hætta við tónleikana í kvöld á Hvolsvelli og á morgun í Vestmanneyjum. Þykir það mjög leiðinlegt sérstaklega þar sem það var orðið uppselt á Hvolsvelli og stefndi í toppmætingu í Eyjum. Þið fáið endurgreitt í dag frá Tix.is. Ég ætla að finna nýja dagsetningu sem fyrst og vona svo sannarlega að þið komist þá.

Kær kveðja, Mugison”