Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít koma til landsins 19 júní, þessu greindi Beluga whale Sanctuary frá rétt í þessu. Mjaldrarnir, sem hafa fengið leyfi til búsetu í Klettsvík, áttu að vera fluttir til Vestmannaeyja í apríl en komu þeirra seinkaði vegna lokun Landeyjahafnar.

Mjaldrarnir tveir verða fluttir frá Changfeng Ocean World sædýragarðinum í Shanghai til Íslands með flugvél Cargolux. Flutningur þeirra hér innanlands erí í höndum TVG-Zimsen. Samtökin Sealife Trust standa að verkefninu og er markmiðið að gefa hvölunum tækifæri til að lifa við ákjósanlegar aðstæður.