ÍBV tryggði sér oddaleikinn

ÍBV tryggði sér oddaleik með sigri á Haukum í kvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla nú í kvöld. Fullt var út úr dyrum í Höllinni og rífandi stemning á pöllunum. Eyjamenn tóku frumkvæðið mjög fljótlega í leiknum með glimrandi góðum sóknarleik og héldu því nánast allan leikin. Haukar hleyptu þeim þó aldrei mjög langt framúr. Staðan […]

Fræðslufundir um íbúðakaup og fjárfestingar

Íslandsbanki býður á fróðlega fundi um íbúðakaup og fjárfestingar fimmtudaginn 9. maí. Fundirnir, sem haldnir verða í útibúi bankans á Kirkjuvegi 23, eru: kl. 17:00 „Svona eignast þú íbúð“ Facebook: https://www.facebook.com/events/2204271259834190/ Skráningarsíða á vef: https://gamli.islandsbanki.is/um-islandsbanka/vidburdir/Svona-eignast-thu-ibud-Vestmannaeyjar kl. 19:30 „Hvernig byrja ég að fjárfesta?“ Facebook: https://www.facebook.com/events/2306411602960986/ Skráningarsíða á vef: https://gamli.islandsbanki.is/um-islandsbanka/vidburdir/Hvernig-byrja-eg-ad-fjarfesta-Vestmannaeyjar Yfir 1.000 manns hafa sótt fundina víðs vegar um landið í […]

Kvikmyndahátíðin hefst í dag

Það er víða leitað fanga á Kvikmyndahátíð sem Vestmannaeyjabær stendur fyrir dagana 8.-12. maí nk. Hátíðin hefst með setningu í aðalsal Kviku kl. 17.OO miðvikudaginn 8. maí og stuttmyndum af Vestmannaeyjum frá upphafi síðustu aldar þegar Vestmannaeyjabær sem við þekkjum í dag er að verða til. Á þessari fimm daga kvikmyndahátíð verður margt á boðstólnum […]

ÍBV og Haukar mætast í fjórða leiknum í Eyjum í kvöld

Undanúrslitarimma ÍBV og Hauka hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum enda farið fram jafnt innan sem utanvallar. Nú er hinsvegar komið að næsta handboltaleik liðanna. Liðin mætast í kvöld kl. 18.30 í Vestmannaeyjum. Síðasti leikur liðanna í Eyjum er enn í umræðunni en þar fóru fjögur rauð spjöld á loft þar á meðal eftir hið […]

Cloé og Clara tryggðu stelpunum fyrstu stigin

ÍBV sótti heim Keflavík heim í leik í annarri umferð Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Liðin skiptust á að sækja og fengu bæði ágætis færi. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í fyrri hálfleik. Það var svo eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik að Cloé Lacasse kom ÍBV yfir eftir laglegan einleik. Tók þá […]

Andlát: Gísli Gunnar Kristinsson (Bói málari)

Ástkær móðurbróðir okkar Gísli Gunnar Kristinsson (Bói málari) Ásavegi 2, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 23. apríl s.l. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Kristinn A. Hermansen Jóhanna Hermansen og fjölskyldur. (meira…)

Vonandi mun Alþingi afgreiða þetta brýna mál með hraði

Karl Gauti Hjaltason alþingismaður tók fyrir samgöngumál Eyjamanna fyrir í ræðu sinni á alþingi í gær. Hann talaði um í ræðunni að samgönguvandinn væri þrjú aðskilin mál. Hægt er að lesa ræðuna í heild sinni hér að neðan. Herra forseti. Frá því síðastliðinn fimmtudag hefur Herjólfur siglt í Landeyjahöfn. Það skiptir Vestmannaeyinga miklu máli, bæði fyrirtæki, […]

Kvikmyndahátíðin hefst í dag

Það er víða leitað fanga á kvikmyndahátíð sem Vestmannaeyjabær stendur fyrir dagana áttunda til tólfta maí nk. Hátíðin verður sett með móttöku í Kviku kl. 17.OO  í dag, miðvikudag og stuttmyndum af Vestmannaeyjum frá upphafi síðustu aldar þegar Vestmannaeyjabær sem við þekkjum í dag er að verða til.  Það er víða leitað fanga á kvikmyndahátíð […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.