Undanúrslitarimma ÍBV og Hauka hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum enda farið fram jafnt innan sem utanvallar. Nú er hinsvegar komið að næsta handboltaleik liðanna.

Liðin mætast í kvöld kl. 18.30 í Vestmannaeyjum. Síðasti leikur liðanna í Eyjum er enn í umræðunni en þar fóru fjögur rauð spjöld á loft þar á meðal eftir hið mikið umrædda brot Kára Kristjáns Kristjánssonar. En hann hlaut þriggja leikja bann í kjölfarið á því og er því ekki með í kvöld.

Það er að duga eða drepast fyrir Eyjamenn í kvöld því Haukar leiða einvígið 2-1 en þrjá sigra þarf til að tryggja sér þátttöku í úrslitaviðureigninni. Þar mun sigurvegarinn mæta liði Selfossar sem gerði sér lítið fyrir og sló út lið Vals 3-0.

Búast má við fjölmenni á leiknum í kvöld og mikilli stemningu enda mikil spenna í loftinu á milli liðanna. Munum þó að hafa háttvísi í hávegum er við hvetjum okkar lið til sigurs.

mið08maí18:30Olís-deild karla/úrslitakeppni: ÍBV-Haukar18:30 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja:::Handbolti