Í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellow reglunnar kom systrastúkan Vilborg færandi hendi og gaf Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum sex vökvateljara, tvær veglegar stangir og vökvasett. Það er ómetanlegt fyrir Sjúkradeildina að fá þessar góðu gjafir sem eiga eftir að nýtast við lyfja, vökva og blóðgjafir í æð.

Arna Huld Sigurðardóttir og Iðunn Dísa Jóhannesdóttir veittu gjöfunum viðtöku frá fulltrúum úr stjórn, þeim Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur , Bryndísi Bogadóttur Drífu Kristjánsdóttur,og Lovísu Ágústsdóttur.