Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags hefur ráðið Hörð Orra Grettisson í starf framkvæmdastjóra félagsins. Hörður Orri er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík og er með meistaragráðu frá Aarhus School of Business. Hann hefur starfað sem forstöðumaður hagdeildar Ísfélags Vestmannaeyja undanfarin ár og sinnt trúnaðarstörfum á vegum ÍBV, m.a. í Þjóðhátíðarnefnd.

Hörður Orri er í sambúð með Ernu Dögg Sigurjónsdóttur og eiga þau saman þrjú börn. Hörður Orri mun hefja strörf strax og verður Dóra Björk honum innan handar.