Á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær var tekið fyrir staðan á Hraunbúðum. Þar kom fram að Heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt beiðni um breytingu rekstrarheimilda dvalarrýma í hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum.

Þörfum fyrir hjúkrunarrými hefur aukist í Vestmannaeyjum en minnkað fyrir dvalarrými. Tilkoma nýrra þjónustuíbúða á vegum Vestmannaeyjabæjar mun mæta þessum breytingum sem og efling heimaþjónustu. Ráðið fagnar þessum breytingum og felur framkvæmdastjóra og deildarstjóra öldrunarþjónustu áframhaldandi vinnu við eflingu öldrunarþjónustu, segir í bókun.