Alls er búið að landa 185 þúsund tonn­um af kol­munna frá ára­mót­um, sam­kvæmt yf­ir­liti á vef Fiski­stofu, en heim­ild­ir árs­ins eru alls um 267 þúsund tonn. Ísfélagið og Vinnslustöðin eru búin að veiða sinn kolmuna og bíða nú eftir makrílnum.

Eyþór Harðason hjá Ísfélaginu sagði að Sigurður væri á heimleið. „Sigurður kemur í kvöld með 2500 tonn af kolmunna úr færeysku lögsögunni og er það okkar eina veiðiferð þangað á þessari vertíð. Næstu verkefni eru makrílveiðar í júlí,“ sagði Eyþór.

Síðasta löndun í kolmunna hjá Vinnslustöðinni var 1. Maí sl. „Við tókum sitthvorn túrinn á skip, Ísleif og Kap, niður til Færeyja. Þeir túrar gengu mjög vel og veiðin var nokkuð góð, “ sagði Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni í samtali við Eyjafréttir, „ núna bíðum við bara eftir makríl sem byrjar líklega í júlí,“ sagði Sindri.