ÍBV hef­ur fengið liðsstyrk frá Englandi í Pepsí Max deild kvenna í knatt­spyrnu en ÍBV hef­ur tapað tveim­ur af fyrstu þrem­ur leikj­um sín­um í deild­inni.

Um er að ræða ensk­an fram­herja, Anna Young, að nafni og er hún 24 ára göm­ul. Lék hún síðasta tíma­bil með Sund­erland í ensku C-deild­inni. Sund­erland var áður at­vinnu­mannalið en hætti því fyr­ir síðasta tíma­bil og fór liðið þá niður í C-deild­ina.

Næsti leik­ur ÍBV er á þriðju­dag­inn þegar liðið heim­sæk­ir KR í 4. um­ferð.