Rokkað til heiðurs sjómönnum í Höllinni 31.maí.

Hljómsveitin Huldumenn munu rokka til heiðurs sjómönnum föstudagskvöldið 31. maí í Höllinni Vestmannaeyjum. Hljómsveitin er ný af nálinni en byggð á góðum grunni, um er að ræða meðlimi CCR Bandsins sem hafa verið á ferðinni um landið með tónleika til heiðurs Creedence Clearwater Revival og fyllt hvert húsið á fætur öðru. Um þessar mundir eru Huldumenn að leggja lokahönd á nýja rokkplötu með splunkunýju efni sem mun líta dagsins ljós nú í sumar. Að sjálfsögðu verða gömlu Creedence lögin í hávegum höfð þetta kvöld og eins allt það frábæra rokk sem Biggi Gildra hefur sungið í gegnum tíðina og væntanlega eitthvað örlítið meira.

Þú vilt ekki missa af þessu! Hljómsveitina skipa: Birgir Haraldsson – söngur Sigurgeir Sigmundsson – gítar Birgir Nielsen – trommur Jóhann Ingvason – hljómborð Ingimundur Óskarsson – bassi Verð aðeins 3.900,- í forsölu en 4.500,- við hurð. Forsala miða er hafin á tix.is og í Tvistinum. Húsið opnar klukkan 21.00 – tónleikar hefjast klukkan 22.00 Borðapantanir hjá Hödda í síma 669-0609.

Ekki missa af þessum magnaða viðburði, en rokktónleikar síðustu ára hafa verið magnaðir og þessir verða engin undantekning

Sass – uppbyggingarsjóður
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið