BEST – Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda og Goslokanefnd hafa valið goslokalag komandi hátíðar. Lagið heitir: „Við æltum út í Eyjar“ höfundur texta er Ingi Gunnar Jóhannsson lagið er líka eftir hann og meðhöfundur er Finninn Petri Kaivanto.

Ingi Gunnar er alkunnur okkur Eyjamönnum. Hann ásamt félögum sínum í „Hálft í hvoru“ sömdu þjóðhátíðarlagið „Alltaf í Heimaey“ árið 1993, lag sem fyrir löngu er orðið eitt af sígildu Þjóðhátíðarlögunum okkar.

„Hálft í hvoru“ vor tíðir gestir á böllum, skemmtunum og á Þjóðhátíð á árum áður, það er löngu orði tímabært að við fáum að heyra aftur í Inga Gunnari og félögum hans í þeirri frábæru hljómsveit.

Nýja lagi verður klárt til spilunar á næstu dögum.