Þessa dagana stendur Íbúðalánasjóður fyrir fundaherferð um landið sem ber yfirskriftina Allt um húsnæðislán. Næsti fundur verður haldinn í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 21. maí, klukkan 17:00, í VISKU fræðslu- og símenntunarmiðstöð, Ægisgötu 2. Fundurinn er öllum opinn og eru Eyjamenn hvattir til að nýta sér tækifærið og fræðast um lántöku, húsnæðiskaup og húsnæðismál almennt.

Hver fundur er um einnar og hálfrar stundar langur og er tilgangurinn að fara yfir helstu atriði sem skipta máli við lántöku og húsnæðiskaup. Helstu hugtök eru útskýrð á mannamáli og gefst fundargestum kostur á að ræða við starfsmenn Húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um allt er viðkemur húsnæðismálum.

Þess ber að geta að fólk á öllum aldri hefur sótt þessa fundi hingað til með góðum árangri, fyrstu kaupendur, fólk í endurfjármögnunarhugleiðingum og þeir sem vilja einfaldlega vita meira. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar á meðan á fundi stendur.

Hlutverk húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs er að veita einstaklingum og fjölskyldum á Íslandi hlutlausa og heiðarlega fræðslu og ráðgjöf í húsnæðismálum. Fundarherferð sú er nú stendur yfir er liður í því að sinna þessu hlutverki gagnvart öllum landsmönnum.

F.h. Húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs,
Kristján Arnarsson
Drengur Óla Þorsteinsson

 

þri21maí09:08Allt um húsnæðislán09:08 Þekkingasetrið