Í gær fékk Heimaey- vinnu og hæfingarstöð góða heimsókn frá stjórn Þroskahjálpar hér í Vestmannaeyjum og komu þær færandi hendi. Heimaey fékk tvö nýja ipada sem munu nýtast í starfi og afþreyingu. Æfingateygjur fyrir leikfimi og ræktina. Svo á næstu dögum fá þau einnig nýjan hægindastól sem er mjög gott að eiga þegar þörf er á smá hvíld.