Hlutu verðlaun fyrir öryggishjálm fyrir sjómenn

Í hópnum eru: Erlendur Ágúst Stefánsson, Guðrún Ósk Jóhannesdóttir, Halla Kristín Kristinsdóttir, Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, Sigurður Björn Oddgeirsson og Thelma Sveinsdóttir. Þau eru öll nemendur í haftengdri nýsköpun.

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í Háskóla Reykjavíkur lauk á föstudaginn með lokahófi þar sem vinningslið hlutu verðlaun og nemendurnir fengu tækifæri til að gleðjast saman yfir afrakstri síðustu þriggja vikna. Nemendur í Haftengdri nýsköpun hlutu verðlaun fyrir hugmynd sína í tengslum við samfélagslega ábyrgð.

Langstærsta þriggja vikna námskeiðið sem kennt er í HR er Nýsköpun og stofnun fyrirtækja en í ár tóku yfir 500 nemendur þátt í því. Þeir mynda 4-5 manna hópa og því voru hóparnir, og þar af leiðandi nýsköpunarhugmyndirnar,  um 100 talsins í ár. Nemendurnir setja fram nýja viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun og kynnast því nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, gerð viðskiptaáætlunar og þverfaglegri samvinnu strax í upphafi námsins. Sérfræðingar frá HR og úr atvinnulífinu leiðbeina hópunum í gegnum ferlið og stýra þeim í gegnum svokallaðan hönnunarsprett.

Mazu, öryggishjálmur fyrir sjómenn
Veitt eru sérstök verðlaun fyrir þá hugmynd sem þykir hafa sérstaklega góð áhrif á samfélagið. Þau verðlaun í ár hlutu Mazu, öryggishjálmur sem er hannaður fyrir sjómenn og gæti bjargað lífum þeirra. Búnaðurinn býður upp á þráðlaus fjarskipti, neyðarsendi og ljósmerki.

Sass – uppbyggingarsjóður
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið