Slysavarnaskóli sjómanna í Vestmannaeyjum

Í síðustu viku var gert hlé á veiðum Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE og settust áhafnir skipanna á skólabekk í tvo daga. Þrír leiðbeinendur frá Slysavarnaskóla sjómanna voru komnir til Eyja og önnuðust kennsluna, en um var að ræða svonefnt fimm ára endurmenntunarnámskeið. Sjómennirnir hlýddu á fyrirlestra og síðan fór verulegur hluti verklegu kennslunnar fram […]
Vortónleikar Karlakórsins í safnaðarheimilinu í kvöld

Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sína í safnaðarheimili Landakirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. maí kl. 20:00. Kórinn bryddar upp á svo gott sem nýrri efnisskrá þar sem meðal annars er að finna útsetningar frá Gísla Stefánssyni og lagasmíðar frá Sæþóri Vídó. Efnisskráin er þó líkt og vanalega samansett af Eyjalögum, þekktum dægurlögum og sígildari karlakórsverkum. […]
Lestrarátakið fór fram úr björtustu vonum

Leikskólinn Kirkjugerði stóð fyrir lestrarátaki í apríl og maí og voru foreldrar barnanna fengin með í átkakið. „Þar sem að við á Kirkjugerði elskum að lesa og lesum á hverjum degi ákváðum við að fara í smá lestrarátak og fá foreldra með okkur í lið. Lestrarátakið lýsir sér þannig að börnin fá heim með sér Lubba […]
Hreinsunardagur á Heimaey í dag

Í dag er almennur hreinsunardagur á Heimaey. Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn fallegri. Hugmyndin er að byrja klukkan 17:30 með því að hittast á Stakkagerðistúni, þar verður boðið uppá gillaðar pylsur áður en haldið verður […]
Vestmannaeyjabær öðlist jafnlaunavottun eigi síðar en um áramót

Á fundi bæjarráðs síðast liðinn þriðjudag var farið yfir stöðuna á undirbúningi á innleiðingu jafnlaunastaðals fyrir Vestmannaeyjabæ. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunakerfi er ætlað að tryggja að við ákvörðun launa séu málefnaleg sjónarmið höfð að leiðarljósi. Lög um jafnlaunavottun tóku gildi þann 1. janúar […]