Á fundi bæjarráðs síðast liðinn þriðjudag var farið yfir stöðuna á undirbúningi á innleiðingu jafnlaunastaðals fyrir Vestmannaeyjabæ.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunakerfi er ætlað að tryggja að við ákvörðun launa séu málefnaleg sjónarmið höfð að leiðarljósi. Lög um jafnlaunavottun tóku gildi þann 1. janúar 2018 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.10/2008. Faggiltur vottunaraðili metur hvort öll skilyrði staðalsins séu uppfyllt og veitir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun, á grundvelli þeirra skilyrða, jafnlaunavottun. Samkvæmt lögunum (og að meðtaldri heimild ráðherra til að framlengja frestinn) skal opinber stofnun þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa (þ.m.t. Vestmannaeyjabær) hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019.

Verkefnið er umfangsmikið og ljóst að þörf er á utanaðkomandi ráðgjöf sem felst í aðstoð við starfaflokkun, forúttekt launagreiningar, gerð jafnréttisstefnu, jafnréttisáætlana, vinnuferla um launaákvarðanir og í framhaldinu innleiðingu á jafnlaunakerfi. Að því loknu verður faggiltur vottunaraðili fenginn til að votta til um gæði janflaunakerfisins.

Íbúafundur