Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sína í safnaðarheimili Landakirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. maí kl. 20:00.

Kórinn bryddar upp á svo gott sem nýrri efnisskrá þar sem meðal annars er að finna útsetningar frá Gísla Stefánssyni og lagasmíðar frá Sæþóri Vídó. Efnisskráin er þó líkt og vanalega samansett af Eyjalögum, þekktum dægurlögum og sígildari karlakórsverkum.

Einsöngvara kvöldsins verða þeir Andri Hugó Runólfsson, Þórhallur Barðason og Gísli Stefánsson. Stjórnandi kórsins er Þórhallur Barðason og undirleikarar eru þau Kitty Kovács á píanó og Gísli Stefánsson á gítar.

Forsala miða er enn í gangi á Joy við Bárustíg og líkur henni seinni partinn í dag. Verð í forsölu eru kr. 2.500 en kr. 3.000 við hurð.

Hér eru á ferðinni tónleikar sem engan munu svíkja.

fim23maí20:00Vortónleikar Karlakórs Vestmannaeyja20:00 Safnaðarheimili Landakirkju:::Tónleikar