Eðlilega eru margir hvumsa

Ísfélagið er að láta mála hús sitt sem stendur við Kirkjuveg. Á húsinu hefur verið málverk í mörg ár sem nú hefur verið málað yfir, en planið er að ný listaverk prýði húsið. Núna er verið að útbúa nýjan striga fyrir nýja listamenn. Á næsta skólaári munu nemendur í myndlist 8.-10. bekkjar fá að spreyta […]

Námskeið í forgangsakstri á morgun

Á morgun laugardag milli 13 og 15 verður námsskeið hjá sjúkraflutningamönnum í eyjum í forgangsakstri um götur bæjarins með tilheyrandi ljósum og sírenum Biðjum við bæjarbúa að sýna þessu skilning og vonum að námsskeið þetta valdi íbúum og öðrum sem minnstu óþægindum. (meira…)

ÍBV og Heimaey vinnu og hæfingarstöð í samstarf

Í dag undirrituðu ÍBV og Heimaey – vinnu og hæfingarstöð samstarfssamning. Markmið með samningnum er að skapa starfsmönnum í Heimaey vinnu og hæfingarstöð fjölbreyttari vinnuverkefni. Það er von okkar og trú að með markvissara samstarfi fái þeir starfsmenn í Heimaey sem það kjósa aukna möguleika á fjölbreyttari verkefnum sem vonandi skilar sér í meiri starfsánægju, aukinni samfélagslegri […]

Fyrsti bekkur fékk reiðhjólahjálm frá Kiwanis

Í dag var hjóladagur hjá yngri bekkjum Grunnskóla Vestmannaeyja. Á hjóladaginn mættu Kiwanismenn og gáfu öllum börnum í fyrsta bekk hjálm. Slysavarafélagið Eykildill mætti einnig á svæðið, hjálpaði til, lagaði og stillti hjálmana fyrir börnin. Lögreglan kom líka og fór yfir hjólin hjá börnunum, til að athuga hvort allt væri ekki með felldu á þeim. […]

ÍBV á sex fulltrúa í yngstu landsliðum Íslands

Handball in the netting of a handball goal.

Einar Guðmundsson þjálfari landsliða Íslands, 15 ára og yngri valdi á dögunum hópa til æfinga helgina 1.-2. júní nk. Þar á ÍBV á sex fulltrúa í þessum hópum. Tveir hjá drengjunum, Andri Sigmarsson og Elmar Erlingsson og fjórar stúlkur, Helena Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Það er því alveg ljóst að framtíðin er […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.