Eðlilega eru margir hvumsa

Ísfélagið er að láta mála hús sitt sem stendur við Kirkjuveg. Á húsinu hefur verið málverk í mörg ár sem nú hefur verið málað yfir, en planið er að ný listaverk prýði húsið. Núna er verið að útbúa nýjan striga fyrir nýja listamenn. Á næsta skólaári munu nemendur í myndlist 8.-10. bekkjar fá að spreyta […]
Námskeið í forgangsakstri á morgun

Á morgun laugardag milli 13 og 15 verður námsskeið hjá sjúkraflutningamönnum í eyjum í forgangsakstri um götur bæjarins með tilheyrandi ljósum og sírenum Biðjum við bæjarbúa að sýna þessu skilning og vonum að námsskeið þetta valdi íbúum og öðrum sem minnstu óþægindum. (meira…)
ÍBV og Heimaey vinnu og hæfingarstöð í samstarf

Í dag undirrituðu ÍBV og Heimaey – vinnu og hæfingarstöð samstarfssamning. Markmið með samningnum er að skapa starfsmönnum í Heimaey vinnu og hæfingarstöð fjölbreyttari vinnuverkefni. Það er von okkar og trú að með markvissara samstarfi fái þeir starfsmenn í Heimaey sem það kjósa aukna möguleika á fjölbreyttari verkefnum sem vonandi skilar sér í meiri starfsánægju, aukinni samfélagslegri […]
Fyrsti bekkur fékk reiðhjólahjálm frá Kiwanis

Í dag var hjóladagur hjá yngri bekkjum Grunnskóla Vestmannaeyja. Á hjóladaginn mættu Kiwanismenn og gáfu öllum börnum í fyrsta bekk hjálm. Slysavarafélagið Eykildill mætti einnig á svæðið, hjálpaði til, lagaði og stillti hjálmana fyrir börnin. Lögreglan kom líka og fór yfir hjólin hjá börnunum, til að athuga hvort allt væri ekki með felldu á þeim. […]
ÍBV á sex fulltrúa í yngstu landsliðum Íslands

Einar Guðmundsson þjálfari landsliða Íslands, 15 ára og yngri valdi á dögunum hópa til æfinga helgina 1.-2. júní nk. Þar á ÍBV á sex fulltrúa í þessum hópum. Tveir hjá drengjunum, Andri Sigmarsson og Elmar Erlingsson og fjórar stúlkur, Helena Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Það er því alveg ljóst að framtíðin er […]