Ísfélagið er að láta mála hús sitt sem stendur við Kirkjuveg. Á húsinu hefur verið málverk í mörg ár sem nú hefur verið málað yfir, en planið er að ný listaverk prýði húsið.

Núna er verið að útbúa nýjan striga fyrir nýja listamenn. Á næsta skólaári munu nemendur í myndlist 8.-10. bekkjar fá að spreyta sig á veggnum mikla. Í tilkynningu frá Ísfélaginu kemur fram að þeir hlakki mikið til að sjá afrakstur þeirra.