ÍBV á sex fulltrúa í yngstu landsliðum Íslands

Einar Guðmundsson þjálfari landsliða Íslands, 15 ára og yngri valdi á dögunum hópa til æfinga helgina 1.-2. júní nk. Þar á ÍBV á sex fulltrúa í þessum hópum.

Tveir hjá drengjunum, Andri Sigmarsson og Elmar Erlingsson og fjórar stúlkur, Helena Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir og Elísa Elíasdóttir.

Það er því alveg ljóst að framtíðin er björt í handboltanum hjá ÍBV.

Jólafylkir 2019

Mest lesið