Í dag undirrituðu ÍBV og Heimaey – vinnu og hæfingarstöð samstarfssamning. Markmið með samningnum er að skapa starfsmönnum í Heimaey vinnu og hæfingarstöð fjölbreyttari vinnuverkefni.

Það er von okkar og trú að með markvissara samstarfi fái þeir starfsmenn í Heimaey sem það kjósa aukna möguleika á fjölbreyttari verkefnum sem vonandi skilar sér í meiri starfsánægju, aukinni samfélagslegri þátttöku og auknum tengslum við atvinnulífið í Vestmannaeyjum.  Einnig er ÍBV með þessu að stuðla að aukinni samfélagslegri ábyrgð þar sem vinnuframlag fjölbreytts hóps einstaklinga með fötlun er metið að verðleikum og þeim gert kleift að taka þátt í starfsemi félagsins.