Undanfarna 3 áratugi hafa Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari leikið rokktónlist saman en samstarf þeirra hófst í hljómsveitinni Gildrunni um 1990. Gildran leið undir lok 2012 og síðan þá hafa þeir leikið Creetence tónlist John Fogerty með hinum og þessum valinkunnum hljómlistarmönnum. Undanfarin misseri hafa þeir félagar hist reglulega í því skyni að semja nýja tónlist og til þess að flytja þessa tónlist hafa þeir nú stofnað hljómsveitina „Huldumenn“ með þeim Birgi Nielsen trommara, Ingimundi Óskarsyni bassaleikara og Jóhanni Ingvasyni hljómborðsleikara. Segja má að tónlist Huldumanna sé í beinu framhaldi af því sem Gildran var að gera, harðnúið íslenskt rokk, enda mun hljómsveit flytja auk eigin efnis, vinsælustu lög Birgis Haraldssonar frá Gildrutímabilinu.

Huldumenn eru búnir að vera í Stúdíó Paradís undanfarnar vikur og nú eru 10 lög kominn inn á harða diskinn og nú sem endranær er Jóhann Ásmundsson bassaleikari þeim til halds og trausts í upptökunum. Fyrsta lagið „Mánudagur í Reykjavík“ eftir Birgi Haraldsson söngvara er farið að óma á öllum helstu útvarpsstöðum og á án efa eftir að fá hlýjar móttökur hlustenda, en langt síðan að rödd Birgis hefur heyrst á öldum ljósvakans. Sérstakur gestur með Huldumönnum er munnhörpuleikarinn geðþekki Sigurður Sigurðsson

Huldumenn verða á ferðinni í sumar og það hljóta að vera gleðifréttir fyrir rokkþyrsta tónlistaráðdáendur sem eru enn að jafna sig eftir Eurovision ævintýri ársins.

Rokkið lifir