Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag.
Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði og er blaðið að sjálfsögðu tileinkað sjómönnum.

Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við hjónin Birnu Vídó Þórsdóttur og Davíð Þór Óskarsson, sem glímt hafa við ófjósemi í yfir tólf ár. Hjónin fóru ferlið á hnefanum og á endanum uppskáru þau kraftaverk. Þetta er viðtal sem má ekki framhjá neinum fara!

Við tökum tal á Ágústi Einarssyni sem vill opna sjávarbókasafn í Vestmananeyjum. Tökum stöðuna í fyrstihúsi Ísfélagsins en þeir eiga von á nýrri vatnsskurðvél. Beddi heitinn á  Glófaxa er minnst í blaðinu en nýlega var haldið taflmót honum til heiðurs og hafa félagarnir á The brothers Brewery bruggað bjór honum til heiðurs.

30 nemendur frá FÍV útskrifuðust núna um miðjan maí og heyrum við í nokkrum nýstúdentum og fáum að heyra útskriftarræðu nýstúdenta sem var frábær.

Margrét Rós Harðardóttir er í viðtali sem margir ættu að kannast við sem Berlínu. Ingibjörg Jónsdóttir er að að gera það gott í crossfitinu og síðast en ekki síst gerum við upp handboltatímabilið, en þetta er ekki allt, í tölublaðinu er líka girnileg uppskrift, spjall við nýjan framkvæmdastjóra ÍBV og gleymum ekki börnunum. Hvað vita þau um sjómennskuna?

Áskrifendur geta lesið blaðið á netinu hérna. Eyjafréttir eru til sölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum.