Strákarnir áfram í 8-liða úrslit eftir sigur á Fjölni

ÍBV tryggði sér sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla eftir 2-0 sigur á Hásteinsvelli í dag.

Það voru nafnarnir Jonathan Franks og Glenn sem skoruðu mörk ÍBV. Fyrst Franks á 37. mínútu eftir frábæra sendingu frá Breka Ómarssyni. Glenn innsiglaði svo sigurinn eftir að Atli Gunnar Guðmundson varði skot Gilson Correia beint í fætur Glenn, 2-0.

Eyjamenn eru því komir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunar og Fjölni.

SeaLifeTrust

ÍBV á þó enn eftir að vinna leik í Pepsi Max-deildinni og munu freista þess að breyta því nk. sunnudag á Hásteinsvelli þar sem þeir taka á móti toppliði Skagamanna.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið