Með óslökkvandi ástríðu fyrir trufflum, ást á landi sínu, þjóð og menningu og mikilli vinnusemi hefur Claudio Savini haldið uppi merki fösður síns með því að stofna Savitar Tartufi í bænum San Miniato sem er í hjarta Toskana mitt á milli Flórens og Písa. Claudio finnst að fólk hvarvetna í heiminum verið að fá að kynnast þessari stórkostlegu afurð og þeim dýrindisréttum sem hún gerir mögulegt að búa til og njóta. Claudio hefur því þeyst heimshorna á milli til að kynna þennan demant ítalskrar matarmenningar og markaðir hafa opnast mjög víða s.s. í Ameríku, Brasilíu, Kína o.fl. löndum – Og nú lesandi góður er röðin komin að okkur hér á farsældarfróni, landinu sem Claudio hefur lýst í fjölmiðlum á Ítalíu sem best geymda leyndarmáli heimsins hvað varðar hágæðavörur og mikla fagþekkingu, bæði við matvælaframleiðslu og matreiðslu.

Claudio, sonur hans Marco Savini og vinur hans Sigurjón Aðalsteinsson hafa náð góðum tengslum við fyrirtæki og kokka á Íslandi við sölu á afurðum Savitar og og þróun á nýjum vörum þar sem blandað er saman trufflum og hágæða íslenskum matvörum. Þetta samstarf hefur þegar skilað nokkrum áhugaverðum afurðum, s.s. eins og niðursoðinn lax með trufflum, en hann vakti mikla athygli á matvælasýningu á Ítalíu í haust.

Til að gera trufflur aðgengilegri fyrir almenning hafa fyrirtæki eins og Savitar, framleitt vörur úr trufflum, þar sem blandað er saman margs konar hágæða hráefni, eins og olía, hunangi o.fl.

Hjá Savitar er allt handunnið og eingöngu eru notaðar lífrænt ræktaðar hágæðavörur í framleiðsluna.Við þróun á vörum Savitar hafa margir af þekktustu kokkum heims lagt hönd á plóg, s.s. eins og Gordon Ramsey, Jamie Oliver, Alex Atala o.fl.

Savitar hefur fært sig yfir í sérframleiðsu fyrir fyrirtæki og bætt inn í vörulínuna öðrum hágæðavörum s.s. úr saffran og kóngasveppum, eitthvað sem Póley mun vonandi fá að njóta þegar fram í sækir?

Inná facebook síðu Póley munum við seta inn uppskrifta- og upplýsingabækling, þar sem yfirkokkur Buffon markmannsins snjalla og Leifur Kolbeinsson á La Primavera hafa töfrað fram uppskriftir þar sem þeir nota Savitar vörurnar.

Seinna í sumar munu þau í Póley taka upp aðrar hágæðavörur frá Ítalíu, en í þessari umferð mun Erna og hennar fólk bjóða uppá Extra Virgin ólíufuolíu frá Buffon.

Bræðurnir Sigurjón og Elliði Aðalsteinssynir ásamt Sjöfn Sigurjóns ætla eins og áður segir að vera með kynningu í Póley á morgun miðvikudag og á föstudag, þar sem viðskiptavinir fá að bragða á mjög svo framandi vörum.